Svona fór Eyja að því að losa sig við 10 kg

Eyja Bryn­geirs­dótt­ir átti stjörnu­leik í Lífs­stíls­breyt­ingu Smart­lands og Sport­húss­ins. Hún var staðráðin í því að ná af sér 10 kg og það tókst. Með já­kvæðni og vilja­styrk mætti hún eins og klukka á æf­ing­ar hjá Lilju Ingva­dótt­ur einkaþjálf­ara í Sport­hús­inu og fylgdi henn­ar ráðum í einu og öllu.

Eyja sagði frá því til dæm­is í Lífs­stíls­breyt­ing­unni að Lilja vildi alls ekki að hún borðaði ost og svo henti hún sykr­in­um út úr mataræðinu. Oft var þetta erfitt en gleðin sem fylg­ir því að ná ár­angri varð yf­ir­sterk­ari.