Eyja Bryngeirsdóttir átti stjörnuleik í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Hún var staðráðin í því að ná af sér 10 kg og það tókst. Með jákvæðni og viljastyrk mætti hún eins og klukka á æfingar hjá Lilju Ingvadóttur einkaþjálfara í Sporthúsinu og fylgdi hennar ráðum í einu og öllu.
Eyja sagði frá því til dæmis í Lífsstílsbreytingunni að Lilja vildi alls ekki að hún borðaði ost og svo henti hún sykrinum út úr mataræðinu. Oft var þetta erfitt en gleðin sem fylgir því að ná árangri varð yfirsterkari.