Svekkt að hafa ekki landað 1. sæt­inu

Það voru blendn­ar til­finn­ing­ar í gangi eft­ir mótið – ég var í sælu­vímu að klára dag­inn svona með stæl, í hálf­gerðu spennu­falli enda lang­ur tími sem ég hef verið að und­ir­búa mig og um leið svekkt að hafa ekki landað 1. sæt­inu í mín­um flokki, en ég lenti í 2. sæti en það var víst mjög jafnt á stig­um á efstu sæt­um. Þar kom þetta keppn­is­skap mitt sterkt inn,“ seg­ir Lilja og ját­ar að hún hafi ekki vitað að hún væri með svona mikið keppn­is­skap.

Það gekk nán­ast allt upp, mér leið ótrú­lega vel á sviðinu, var ör­ugg og ekk­ert stressuð, var í mínu al­besta formi hingað til, allt eins og það átti að vera með út­litið, bik­ini, brúnk­una og sjálft formið í toppi. En dóm­ar­ar voru greini­lega hlynnt­ari mýkri og grennri lín­um í þess­um flokki í ár held­ur en stæltu og skornu út­liti sem ég hefði nú haldið að væri hluti af því að keppa í fit­n­ess.