Það voru blendnar tilfinningar í gangi eftir mótið – ég var í sæluvímu að klára daginn svona með stæl, í hálfgerðu spennufalli enda langur tími sem ég hef verið að undirbúa mig og um leið svekkt að hafa ekki landað 1. sætinu í mínum flokki, en ég lenti í 2. sæti en það var víst mjög jafnt á stigum á efstu sætum. Þar kom þetta keppnisskap mitt sterkt inn,“ segir Lilja og játar að hún hafi ekki vitað að hún væri með svona mikið keppnisskap.
Það gekk nánast allt upp, mér leið ótrúlega vel á sviðinu, var örugg og ekkert stressuð, var í mínu albesta formi hingað til, allt eins og það átti að vera með útlitið, bikini, brúnkuna og sjálft formið í toppi. En dómarar voru greinilega hlynntari mýkri og grennri línum í þessum flokki í ár heldur en stæltu og skornu útliti sem ég hefði nú haldið að væri hluti af því að keppa í fitness.