Margrét Ingibergsdóttir

Margrét Ingibergsdóttir, passamyndÉg heiti Margrét Ingibergsdóttir. Í maí á síðasta ári ákvað ég að fara að skoða einkaþjálfun samkvæmt læknisráði. Á þessum tíma var ég komin með of háan blóðþrýsting og vesen á hjarta og komin á tvenn lyf vegna þessa. Jafnframt var ég komin með mikla fitu í lifur og við það komin að fá sykursýki.  Líf mitt var ekki að stefna í rétta átt.

16 kg farin og fituprósentan komin í 21%

Ég vissa að ég gæti ekki gert þetta ein og skoðaði því heimasíðuna hjá Sporthúsinu og leyst vel á Lilju. Í framhaldinu skoðaði ég heimasíðuna hjá henni og leyst vel á hvað hún var búin að gera og ganga í gegnum svona sjálf. Eftir að ég hafði samband við Lilju sendi hún mér skjal sem ég fylti út og setti mér markmið og sendi til bak. Síðan hittumst við fljótt eftir það og var ég vigtuð og mæld og við fórum yfir þetta. Ég mæti alltaf 3 í viku til Lilju og fer svo sjálf 2 í viku.
Margrét Ingibergsdóttir, fyrir eftir myndir.

„Mér líður betur bæði líkamlega og andlega og á Lilja stóran þátt í að koma mér þangað.“

Mér líður rosalega vel hjá Lilju í þjálfun og mig hlakkar til að fara í tímana og kem ég endurnærð heim. Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir, Lilja er alltaf kát og það geislar af henni. Ég sendi Lilju dagbók en ég mætti vera duglegri við það.  Mér líðir betur bæði líkamlega og andlega og á Lilja stóran þátt í að koma mér þangað.

Í dag er ég búinn að losna við öll lyf nema hálfa töflu og bæði fitan í lifrinni og blóðsykurinn eru búinn að stór lagast og er hjartalæknirinn minn mjög ánægður með þetta. Á einu ári er ég búinn að missa 16 kíló. Fita var 35,7% en er nú komin í 21,43% og 58 cm og ég gæti ekki verið ánægðari.

Ég mæli hiklaust með Lilju, hún er frábær þjálfari.