Jóhanna Lind Guðmundsdóttir

Jóhanna LindÉg byrjaði að æfa hjá Lilju 3x í viku í hópþjálfun í lok ágúst 2015. Ég valdi að fara til Lilju vegna þess að hún er sterk fyrirmynd og hefur sjálf gengið í gegnum miklar lífsstílsbreytingar á síðustu árum. Auk þess hefur Lilja náð að viðhalda áunnum markmiðum og móta þau inn í daglegt líf. Þess vegna á Lilja líka auðvelt með að setja sig í spor skjólstæðinga sinna og miðla á einlægan hátt af sinni reynslu.  Ég hafði verið að vinna gríðarlega mikið árin á undan og var undir miklu álagi í einkalífinu. Eitt af því fyrsta sem datt út var heilsuræktin og að hugsa vel um sjálfa mig.

Strax í byrjun fyllti ég út vandlega útbúinn markmiðapakka, bæði styttri og langtíma markmið.  Lilja leiðbeindi mér með markmiðasetningu og hélt mér á jörðinni með hvað væru raunsæ og skynsamleg markmið.  Lilja undirstrikaði alltaf að það væru engar skyndilausnir og hvatti mig til að líta á þetta frekar sem lífstílsbreytingu og að setja sjálfan mig í fyrsta sætið heldur en tímabundið átak.

Æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar

Æfingarnar hjá Lilju eru klárlega mjög fjölbreyttar og skemmtilegar. Ég hlakka alltaf mikið til að komast á æfingar eins og eftir löng helgarfrí þá er ekkert betra en að komast á grjótharða æfingu hjá „coach“ Lilju.  Einnig er ótrúlega gott að komast á æfingu þegar  ég er þreytt eftir langan vinnudag því þá breytist streitu þreyta í góða líkamlega þreytu og orkan mín eflist.  Lilja er eldklár einkaþjálfari, mjög fagleg og metnaðargjörn. Lilja er líka einstaklega hress, skemmtileg, jákvæð, geislandi og orkumikil manneskja sem er gaman að vera í kring um.  Lilja horfir á heilsuna heildrænt, bæði andlega og líkamlega þáttinn.  Lilja hvetur einnig til meðalhófs í æfingum og mataræði. Mér finnst hrikalega gaman að lyfta og tel mikilvægt að hver og einn velji hreyfingju sem þeim finnst skemmtileg. Einnig fæ ég gríðarlega útrás í lyftingum og tekst mun betur á við áskoranir í vinnu og daglegu lífi.  Mánaðarlegar mælingar er líka mikilvægt til að viðhalda áJóhanna Lind á mörgum myndum.rangri og horfast í augu við stöðuna.

„Ég minnkaði kolvetni og jók prótein í fæðu á einhverjum vikum.
Það tekur tíma að hreinsa mataræðið og það er 80% af árangrinum.“

Ég skrifaði lang oftast matardagbók og var Lilja fljót að skrifa góð og ýtarleg svör og kom líka oft með uppástungur um hvernig væri hægt að bæta og skipuleggja sig betur.  Það að breyta mataræðinu gerðist ekki á einni nóttu, heldur tekur tíma að hreinsa út og skoða.  Það er nauðsynlegt að eiga einn „nammidag“ á viku.   Matardagbókin skiptir gríðarlega miklu máli því þá sést svart á hvítu hvað borðað er og þá þarf að vera algjörlega strang-heiðarlegur. Ég minnkaði kolvetni og jók prótein í fæðu á einhverjum vikum. Það tekur tíma að hreinsa mataræðið og það er 80% af árangrinum.  Ég tók út brauð, ávaxtasafa, gos, sósur og minnkaði mjólkurvörur, kartöflur og hrísgrjón. Borða oft og reglulega. Minnkaði líka matarskammtana.  Borða meira af eggjum, kjöti, fisk, kjúkling, ávöxtum og grænmeti. Drekk meira vatn.

Ég er ótrúlega þakklát Lilju því hún hefur hjálpað mér að verða betra eintak af sjálfri mér.  Ég er orkumeiri , glaðari, jákvæðari og meira geislandi. Einnig hef ég misst 14kg, 68cm og lækka um 22 í fituprósentu.  Það að æfa hjá Lilju eflir mitt innra jafnvægi, ég er sáttari við sjálfa mig og trúin á sjálfan mig hefur aukist margfalt. Ég hef náð öllum mínum markmiðum s.l. ár og nú þarf ég að setja ný markmið og viðhalda breyttum lífstíl. Lilja hefur leiðbeint mér að viðhorfi og skipulagi sem setur mig í fyrsta sætið en á sama tíma hef ég miklu meira að gefa af mér til fjölskyldu, skjólstæðinga og starfsmanna. Það er allt í huganum fyrst og afsakanir og hugsanavillur eru oft helstu hindranirnar sem þarf að yfirstíga. Kostnaður. Já en þegar á heildina er litið þá kostar líka fullt að missa heilsu, fara til lækna, sjúkraþjálfun, lyf, ráðgjöf, kostnaður eins og að vera ekki til staðar fyrir sjálfan sig, fjölskyldu er ómælanlegur í tölum, þannig að ég lít frekar á þjálfun sem fjárfestingu í eigin andlegri og líkamlegri heilsu og heilbrigði sem stuðlar að auknum lífsgæðum.

Jóhanna Lind, hjúkrunardeildarstjóri og nemi í mastersnámi í hjúkrunarstjórnun