Hrönn Johannsen

Mynd af Hrönn JohannsenÉg hef alltaf verið að æfa frá því að ég var unglingur og kenndi sjálf erobic í nokkur ár.
Ég byrjaði í prógrammi hjá Lilju í júni með það hugarfar að styrkja/tóna mig og breyta mataræðinu. Ég er ein að þeim sem á það til að gleyma að borða yfir daginn og skil svo ekkert í orkuleysinu. En það hefur strax breyst eftir að ég fór að borða reglulega yfir daginn samkvæmt prógrammi sem Lilja setti upp fyrir mig ,og er því mun meðvitaðari um hvað ég er að setja ofan í mig.

„Ég byrjaði í prógrammi hjá Lilju í júni með það hugarfar að styrkja/tóna mig og breyta mataræðinu.“

Lilja er svo hvetjandi og jákvæð

Ég mæti til Lilju 3x í viku og fer svo sjálf 2 daga og tek brennsluæfingu.
Mitt markmið er að styrkja mig líkamlega og svo að sjálfsögðu andlega líka. Á hverri æfingu kemur hún með nýjar,frumlegar og skemmtilegar æfingar . Lilja er svo hvetjandi og jákvæð að manni hlakkar alltaf til að mæta til hennar.

Ég er í 100% vinnu og er svo með 6 manns í heimili . Það er alltaf erfitt að koma sér af stað eða finna tíma fyrir æfingu,en ég gef mér 1 klst á dag og það er skilar sér svo sannalega hjá mér 🙂

Hrönn Johannsen