Helga Reynisdóttir

Helga ReynisdóttirHaustið 2015, eftir að hafa verið svo heppin að vera valin í lífstílsbreytingu Smartlands og Sporthúsins, byrjaði ég í einkaþjálfun hjá Lilju. Ég var í hópi kvenna sem að mér þótti mjög gott enda er ég kona með mikið keppnisskap. Strax á fyrsta degi fór Lilja yfir raunhæfa markmiðssetningu og ræddi við okkur um hvað væri framundan. Ég fyllti út spurningalista sem Lilja sendi mér en hann sneri að líkamlegri og andlegri heilsu minni. Mér þótti mjög gott að hún var að hugsa um heildarmyndina, forvitnast um hvort það væri einhver meiðsl eða sjúkdómar að hrjá mig. Æfingarnar voru svo sniðnar út frá þessu.

„Lilja kom með góðar og uppbyggilegar athugasemdir, hrósaði manni vel þegar vel gekk og benti manni vingjarnlega á hvað mætti fara betur.“

Ég skilaði matardagbók daglega, sem að var ekkert mál. Lilja kom með góðar og uppbyggilegar athugasemdir, hrósaði manni vel þegar vel gekk og benti manni vingjarnlega á hvað mætti fara betur. Lilja er mjög skynsöm,hún hvatti mig til að hlusta vel á líkamann en á sama tíma minnir hún mann á að árangurinn er tengdur erfiðinu sem maður leggur á sig.

Þannig hjálpaði hún mér að innstilla hugann

Á 12 vikum náði ég mjög góðum árangri, missti tæp 12 kg og lækkaði um tæp 14% í fitu. Verkir sem ég hafði fundið fyrir í byrjun voru algjörlega horfnir og mér leið betur á líkama og sál.
Æfingarnar hjá Lilju voru skemmtilegar og fjöbreyttar, hún var útsjónasöm að finna æfingar sem hentuðu mér og var dugleg að „lauma“ að manni fræðslu um ýmist heilbrigða lífshætti, uppskriftum eða æfingum sem við gætum gert. Þannig hjálpaði hún mér að innstilla hugann á þann heilbrigða lífstíl sem ég lifi enn í dag og gæti ekki liðið betur. Hún er góð fyrirmynd og hvet ég alla sem langar virkilega að ná árangri að hafa samband við hana.