Halldóra Björk

Mynd af Halldóru BjörkEftir að hafa sniðgengið líkamsræktarstöðvar í heil 15 ár var þetta alveg nokkuð stórt skref verð ég að segja, að labba inn í Sporthúsið til Lilju.

„Ég trúi nefnilega að ef að ég er góð við líkamann verði hann góður við mig.“

Ég var tilbúin með afsökun og ætlaði ekki að láta plata mig útí þetta en það var einhver lítill skynsamur íþróttaálfur á öxlinni á mér sem hvíslaði non stop að ég væri nú orðin fertug og það væri ekki nóg að passa alltaf í gömlu fötin og halda að pallatímarnir sem ég var í 25 ára væru enn að sjá um þolið 15 árum síðar. Þannig að ég fór í fyrsta tímann. (þurfti reyndar að fjárfesta í buxum og viðeigandi skóm, buxurnar sem ég átti til voru nefnilega útvíðar 90´s buxur og það gæti endað sem blóðugt slys á brettinu).

Ekkert gutl en heldur ekkert ofstæki

Þetta hljómar einsog klisja en þetta er hrikalega gaman, tímarnir eru fljótir að líða og orkan sem ég fæ er auka bónus, ég er aðallega að lyfta því ég þarf lítið að léttast frekar að styrkjst og Lilja veit svo sannarlega hvað hún er að gera, hún passar uppá að fara bara nákvæmlega eins langt með mann og maður þolir, ekkert gutl en heldur ekkert ofstæki.

Núna eru ekki nema tveir mánuðir liðnir og ég hef engu breytt nema þessu að mæta þrisvar í viku til Lilju og lyfta, mataræði mitt var 90% holt og skynsamlegt fyrir svo ég held því bara áfram og árangur sést vel nú þegar, líkaminn allur að tónast og ORKAN sem ég fæ er það besta. Er ótrúlega þakklát fyrir að hafa ekki sofið lengur á verðinum heldur farið að gefa líkamanum gaum. Ég trúi nefnilega að ef að ég er góð við hann verði hann góður við mig 🙂