Greinar
Erlendar fitness keppnir næsta skref
Eftir að hafa tekið þátt í fitness keppnum hér heima liggur beinast við að taka erlendar fitness keppnir sem næsta skref. Fyrra mótið er Arnold Classic í Bandaríkjunum og svo viku síðar á Royal London Pro í London á Englandi. Tvö mót með stuttu millibili og því nauðsynlegt að vera mjög vel skipulögð og fókus á gott matarræði.
Lesa má meira um ferðalagið mitt í þessum greinum sem birtust á dv.is og mbl.is
Svekkt að hafa ekki landað 1. sætinu
Það voru blendnar tilfinningar í gangi eftir mótið – ég var í sæluvímu að klára daginn svona með stæl, í hálfgerðu spennufalli enda langur tími sem ég hef verið að undirbúa mig og um leið svekkt að hafa ekki landað 1. sætinu í mínum flokki, en ég lenti í 2. sæti en það var víst mjög jafnt á stigum á efstu sætum. Þar kom þetta keppnisskap mitt sterkt inn,“ segir Lilja og játar að hún hafi ekki vitað að hún væri með svona mikið keppnisskap.
Það gekk nánast allt upp, mér leið ótrúlega vel á sviðinu, var örugg og ekkert stressuð, var í mínu albesta formi hingað til, allt eins og það átti að vera með útlitið, bikini, brúnkuna og sjálft formið í toppi. En dómarar voru greinilega hlynntari mýkri og grennri línum í þessum flokki í ár heldur en stæltu og skornu útliti sem ég hefði nú haldið að væri hluti af því að keppa í fitness.
45 ára og í mínu besta formi
Hann er búinn að ganga hrikalega vel og hefur verið svo skemmtilegur. Ég tók mér góðan tíma í þennan undirbúning, enda er það eina vitið. Ég hef smátt og smátt hert mataræðið og náð að halda góðum æfingum í botni, hef í raun eingöngu bætt við um 30-45 mínútna brennslu aukalega við mínar lyftingaræfingar sem eru að jafnaði sex í viku.
Ég er í þjálfun hjá Konráð Val Gíslasyni hjá Iceland Fitness og hef verið síðan í haust. Í raun hef ég verið undir hans handleiðslu síðastliðin tvö og hálft ár. Hann er reynslubolti sem veit hvað hann syngur í þessum bransa. Það er bráðnauðsynlegt að vera með réttan þjálfara í slíku verkefni. Maður gerir þetta ekki einn, sama hvað maður er klár. Og lærdómurinn sem ég sem einkaþjálfari fæ út úr þessu er gríðarlega mikill og get miðlað áfram. Því slíkur undirbúningur er ekki ósvipaður því og þegar maður er að breyta um lífstíl, þú ert bara komin lengra með það
Svona fór Eyja að því að losa sig við 10 kg
Eyja Bryngeirsdóttir átti stjörnuleik í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Hún var staðráðin í því að ná af sér 10 kg og það tókst. Með jákvæðni og viljastyrk mætti hún eins og klukka á æfingar hjá Lilju Ingvadóttur einkaþjálfara í Sporthúsinu og fylgdi hennar ráðum í einu og öllu.
Eyja sagði frá því til dæmis í Lífsstílsbreytingunni að Lilja vildi alls ekki að hún borðaði ost og svo henti hún sykrinum út úr mataræðinu. Oft var þetta erfitt en gleðin sem fylgir því að ná árangri varð yfirsterkari.
Það er ekkert til sem heitir skyndilausnir
Skyndilausnir eiga það til að skjóta upp kollinum af og til. Fólk er mjög gjarnt á að setjast á þessa vagna og halda að það geti breytt líkamanum á örfáum dögum eða vikum. Ég er alfarið á móti þessháttar aðferðum enda eru það eingöngu skyndilausnir sem vara stutt eða ekki neitt.
Langtíma markmið er mun farsælla til árangurs að bættri heilsu og vellíðan. Þetta felur í sér breittan lífsstíl og nýja hugsun. Getur verið strembið að tileinka sér nýjungar en það streð er vel þess virði. Nýr lífsstíll getur tekið allt frá 4 vikum og lengur að verða nokkurn vegin ómeðvitaður.
Smartland fékk mig í viðtal hjá sér á dögunum þar sem farið var ítarlega í þessi atriði. Viðtalið má lesa með því að smella hnappin hér fyrir neðan
Lífsstílsbreyting Smartlands og Sporthússins
Haustið 2015 var ég fengin til að þjálfa og vera með utanumhald um þátttakendur í átakinu Lífsstílsbreyting Smartlands og Sporthússins sem Smartland og Sporthúsið stóðu að.
Mikil og ýtarleg umfjöllun var um þátttakendur á meðan á átakanu stóð. Alla umfjöllun má nálgast á svæði Smartlands hjá mbl.is með því að smella á takkann hér fyrir neðan.