Ferðalagið mitt

Þessi mynd er tekin í mars 2009Meðfylgjandi myndir eru teknar í lok mars 2009 og svo fjórum árum síðar eða um páskana árið 2013 þegar ég steig á svið í minni fyrstu fitnesskeppni.

Fljótlega eftir að fyrri myndin var tekin tók ég skrefið og hóf að breyta um lífsstíl fyrir bætta heilsu. Ég var þarna allt of þung, illt í liðum og þreytt á eigin ástandi. Markmiðasetning var eitt af þeim tólum sem ég notaði mikið. Alltaf ný markmið og eitt af markmiðunum sem ég setti mér þegar ég var komin vel af stað var að fara á svið í fitnesskeppni sem ég náði að uppfylla um páskana árið 2013. Á mínu ferðalagi hef ég unnið marga persónulega sigra sem mig hafði ekki einu sinni dreymt um og keppt tvisvar í fitness.

Fyrir og eftir mynd af Lilju

Það er allt hægt með viljanum, þolinmæði og án öfga. Ég náði þessum árangri hægt og bítandi. Fór aldrei framúr sjálfri mér. Hér voru engar skyndilausnir. Eingöngu gott matarræði og hreyfing sem beindist að mínum markmiðum og því sem mér fannst skemmtilegt. Það var aldrei svo að mér fannst þetta erfitt né leiðinlegt. Er svo glöð að hafa uppgötvað og fundið mig í þessum frábæra lífsstíl!!

Mynd tekin um páskana árið 2013Nú er markmið mitt að hjálpa fólki að tileinka sér betri lífsstíl án öfga sem bætir lífsgæði, andlega og líkamlega heilsu til frambúðar.

Eftir algera lífstílsbreytingu sem hófst 2009 hjá mér þá fór ég í IAK Einkaþjálfaranám hjá Keili 2014/15 einmitt til að geta hjálpað öðru fólki að breita um lífsstíl fyrir bætt lífsgæði. Það er allt hægt ef viljinn og trúin á sjálfan sig er fyrir hendi – og þar ætla ég svo sannarlega að standa fyrir því og hjálpa ÞÉR að ná þínum markmiðum!