Hann er búinn að ganga hrikalega vel og hefur verið svo skemmtilegur. Ég tók mér góðan tíma í þennan undirbúning, enda er það eina vitið. Ég hef smátt og smátt hert mataræðið og náð að halda góðum æfingum í botni, hef í raun eingöngu bætt við um 30-45 mínútna brennslu aukalega við mínar lyftingaræfingar sem eru að jafnaði sex í viku.
Ég er í þjálfun hjá Konráð Val Gíslasyni hjá Iceland Fitness og hef verið síðan í haust. Í raun hef ég verið undir hans handleiðslu síðastliðin tvö og hálft ár. Hann er reynslubolti sem veit hvað hann syngur í þessum bransa. Það er bráðnauðsynlegt að vera með réttan þjálfara í slíku verkefni. Maður gerir þetta ekki einn, sama hvað maður er klár. Og lærdómurinn sem ég sem einkaþjálfari fæ út úr þessu er gríðarlega mikill og get miðlað áfram. Því slíkur undirbúningur er ekki ósvipaður því og þegar maður er að breyta um lífstíl, þú ert bara komin lengra með það