45 ára og í mínu besta formi

Hann er bú­inn að ganga hrika­lega vel og hef­ur verið svo skemmti­leg­ur. Ég tók mér góðan tíma í þenn­an und­ir­bún­ing, enda er það eina vitið. Ég hef smátt og smátt hert mataræðið og náð að halda góðum æf­ing­um í botni, hef í raun ein­göngu bætt við um 30-45 mín­útna brennslu auka­lega við mín­ar lyft­ingaræf­ing­ar sem eru að jafnaði sex í viku.

Ég er í þjálf­un hjá Kon­ráð Val Gísla­syni hjá Ice­land Fit­n­ess og hef verið síðan í haust. Í raun hef ég verið und­ir hans hand­leiðslu síðastliðin tvö og hálft ár. Hann er reynslu­bolti sem veit hvað hann syng­ur í þess­um bransa. Það er bráðnauðsyn­legt að vera með rétt­an þjálf­ara í slíku verk­efni. Maður ger­ir þetta ekki einn, sama hvað maður er klár. Og lær­dóm­ur­inn sem ég sem einkaþjálf­ari fæ út úr þessu er gríðarlega mik­ill og get miðlað áfram. Því slík­ur und­ir­bún­ing­ur er ekki ósvipaður því og þegar maður er að breyta um lífstíl, þú ert bara kom­in lengra með það